Þjónusta

Markmið okkar hjá SÓL er að bæta þjónustu við börn og ungmenni og fjölskyldur þeirra. Við tryggjum samræmda þjónustu á einum stað og auðveldum þannig aðgengi að sérfræðingum og úrræðum.

Fyrir hverja?
Hjá SÓL veitum við þjónustu börnum og ungmennum að 25 ára aldri með margs konar vanda. Ekki þarf að liggja fyrir greining til þess að fá þjónustu.

Hvernig er sótt um?
Fagaðilar geta í samráði við forráðamenn óskað eftir þjónustu. Einnig geta einstaklingar/ foreldrar/fjölskyldur óskað eftir þjónustu án aðkomu fagaðila. Fylla þarf út þjónustubeiðni sem hægt er að nálgast hér fyrir neðan og skal berast undirrituð til SÓLar. Forráðamenn/einstaklingar eldri en 18 ára þurfa einnig að skrifa undir samstarfsreglur SÓLar sem nálgast má hér fyrir neðan. Æskilegt er að slíkt samþykki fylgi þjónustubeiðni. Innan viku frá því að þjónustubeiðni berst verður sendur tölvupóstur þess efnis að beiðnin hafi verið móttekin. Teymi sérfræðinga SÓLar metur allar þjónustubeiðnir sem berast og í kjölfarið er boðað í fyrsta viðtal.

Verðskrá
Viðtal við sálfræðing kr. 16.500.- (45 mín)
Fyrir viðtal við sérfræðilækna er greitt samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands.

Við viljum vekja athygli á því að gjald er tekið fyrir tíma sem ekki er afboðaður með 24 klst fyrirvara. Send verður krafa í heimabanka. Hægt er að tilkynna um forföll í síma 532-1500 frá kl. 8 til kl. 16 og einnig með því að senda tölvupóst á netfangið afgreidsla@sol.is