COVID-19

Vegna samkomubanns höfum við á SÓL gert viðeigandi ráðstafanir. Við viljum benda öllum sem eiga bókaða tíma hjá okkur að það er velkomið að hafa viðtalið í fjarfundi, sé þess óskað og er þá best að senda okkur tölvupóst á afgreidsla@sol.is, hægt að setja „óska eftir fjarfundi“ í fyrirsögn.

Til þess að takmarka fjölda á biðstofu höfum við skerpt verulega á tímasetningum og hvetjum fólk til þess að mæta á slaginu, við munum reyna að tryggja að þið getið gengið beint inn til viðkomandi læknis eða sálfræðings.

Við fylgjum leiðbeiningum landlæknis til hlítar, en nánari upplýsingar má finna á www.covid.is

Þetta eru sérstakir tímar og á margan hátt krefjandi. Gleymum ekki mikilvægi þess að hlúa að okkur sjálfum. Þetta tímabil mun taka enda, en hugtök eins og samstaða, samhugur og tillit fá líklega dýpri og mikilvægari þýðingu fyrir okkur öll.

Ekki hika við að hafa samband.

Með kærri kveðju, starfsfólk SÓLar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *