Næstu vikur

Vegna samkomubanns höfum við á SÓL gert viðeigandi ráðstafanir. Frá og með 4. maí munum við aftur opna fyrir heimsóknir skjólstæðinga en þangað til fara viðtöl áfram fram í gegnum fjarfundarbúnað. Við hvetjum alla sem óska eftir að fá nýjan tíma eftir 4. maí til að hafa samband í síma 532-1500 eða í gegnum netfangið afgreidsla@sol.is.

Til þess að takmarka fjölda á biðstofu höfum við skerpt verulega á tímasetningum og hvetjum fólk til þess að mæta á slaginu, við munum reyna að tryggja að þið getið gengið beint inn til viðkomandi læknis eða sálfræðings.

Við fylgjum áfram leiðbeiningum landlæknis, en nánari upplýsingar má finna á www.covid.is

Þetta eru sérstakir tímar og á margan hátt krefjandi. Gleymum ekki mikilvægi þess að hlúa að okkur sjálfum.

Ekki hika við að hafa samband.

Með kærri kveðju, starfsfólk SÓLar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *