Heimsóknir frá 4. maí

Vegna samkomubanns höfum við á SÓL gert viðeigandi ráðstafanir. Frá og með mánudeginum 4. maí munum við aftur opna fyrir heimsóknir skjólstæðinga og gerum því ráð fyrir að þeir sem eiga bókaðan tíma hjá okkur frá og með 4. maí mæti á staðinn en bendum jafnframt á að áfram er velkomið að óska eftir því að fá viðtal í gegnum fjarfund.


Til þess að takmarka fjölda á biðstofu pössum við upp á tímasetningar og hvetjum fólk til þess að mæta á bókuðum tíma og munum við reyna að tryggja að fólk geti gengið beint inn til viðkomandi læknis eða sálfræðings. Einnig óskum við eftir því að aðeins einn fylgi hverju barni í viðtal sé þess kostur.


Við fylgjum áfram leiðbeiningum landlæknis, nánari upplýsingar má finna á www.covid.is
Ef einhverjar spurningar vakna er velkomið að hafa samband, hægt er að hringja í afgreiðslu í síma 532-1500 eða senda tölvupóst á afgreidsla@sol.is

Með kærri kveðju, starfsfólk SÓLar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *