Móttaka skjólstæðinga á Sól

Í ljósi hertra aðgerða vegna Covid höfum við á SÓL gert ráðstafanir varðandi móttöku.
Næstu vikur tökum við á móti skjólstæðingum og biðjum skjólstæðinga að mæta inn á biðstofu sem næst bókuðum tíma. Við reynum að tryggja að fólk geti gengið beint inn til viðkomandi læknis eða sálfræðings til að takmarka fjölda á biðstofu. Við munum sjá til þess að stólar á biðstofu séu með 2ja metra bili. Við biðjum alla að spritta sig áður eða um leið og gengið er inn í viðtal. Sprittbrúsar eru staðsettir víðsvegar á biðstofu sem og á hverri mótttökustofu. Einnig óskum við eftir því að aðeins einn fylgi hverju barni í viðtal sé þess kostur.
Ef óskað er eftir fjarþjónustu þá er nauðsynlegt að hafa samband við afgreiðsluna í síma 532-1500 eða í tölvupósti á afgreidsla@sol.is.Við fylgjumst með leiðbeiningum landlæknis og breytum í samræmi við þær. Nánari upplýsingar á www.covid.is
Með kærri kveðju, starfsfólk SÓLar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *