Þjónustubeiðni fyrir ADHD greiningar 18 ára og eldri frá 1. febrúar 2021

Kæru skjólstæðingar. Breytingar eru á þjónustubeiðnum sem snúa að ADHD greiningum 18 ára og eldri. Nú óskum við eftir því að tilvísun komi frá heilsugæslulækni um greiningu á ADHD. Þetta er gert til að gera þjónustu heildstæðari þannig að heilsugæslulæknir sé inni í málum og geti því auðveldlega tekið við lyfjameðferð ef til þess kemur. Breytingin tekur gildi 1. febrúar 2021.

Jólalokun

Sólarfólk óskar skjólstæðingum, fjölskyldum þeirra og öllum landsmönnum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á þessu sögulega ári sem er að líða og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á nýju ári. Vekjum athygli á að lokað verður hjá okkur frá 23. desember, opnum aftur 4. janúar 2021. 🎅🎄

Ráðstafanir í kjölfar nýrra sóttvarnarreglna

Við hjá SÓL munum halda áfram að veita þjónustu þó með örlítið breyttu sniði.

  1. Óskað verður eftir því að einhver viðtöl verði fjarviðtöl og geta skjólstæðingar líka óskað eftir því að fá fjarviðtal. Best er að gera það með því að senda póst á afgreidsla@sol.is eða á netfang viðkomandi fagaðila.
  2. Þar sem einungis 10 manns mega vera saman í rými þá viljum við takmarka bið á biðstofu. Við viljum biðja alla að mæta sem næst bókuðum tíma þannig að hægt sé að ganga fljótlega inn á skrifstofu viðkomandi fagaðila.
  3. Við biðjum um að einungis einn fylgi hverju barni og aðrir komi einir í viðtal. Í þeim tilvikum sem foreldrar eru ekki með í viðtali þá biðjum við um að beðið sé úti í bíl en ekki á biðstofu.
  4. Við biðjum alla, líka börn, að vera með grímu og spritta hendur við komu.

Vinsamlegast látið vita ef þið hyggist afbóka tíma.