Sóttvarnir á SÓL

Í ljósi hertra aðgerða vegna Covid höfum við á SÓL gert ráðstafanir varðandi móttöku. Við biðjum skjólstæðinga að mæta til okkar sem næst bókuðum tíma til að takmarka tíma sem beðið er á biðstofu. Allir þurfa að bera grímu á biðstofunni. Við reynum að tryggja að fólk geti gengið beint inn til viðkomandi læknis eða sálfræðings til að takmarka fjölda á biðstofu. Mælst er til þess að aðeins einn aðili fylgi hverju barni í viðtal sé þess kostur. Við biðjum alla að spritta sig áður eða um leið og gengið er inn í viðtal. Sprittbrúsar eru staðsettir víðsvegar á biðstofu sem og á hverri mótttökustofu. Ef óskað er eftir fjarþjónustu þá er nauðsynlegt að hafa samband við afgreiðsluna í síma 532-1500 eða í tölvupósti á afgreidsla@sol.is.Við fylgjumst með leiðbeiningum landlæknis og breytum í samræmi við þær. Nánari upplýsingar á www.covid.is

Með kærri kveðju, starfsfólk SÓLar

Þjónusta SÓLar

Við hjá SÓL viljum koma eftirfarandi á framfæri.

Einstaklingar að 25 ára aldri geta sótt um þjónustu hjá Sól. Sama gildir um foreldra þeirra barna sem njóta þjónustu hjá Sól. Eins og stendur verða beiðnir einstaklinga sem falla undir ofangreinda skilgreiningu settar í forgang, annarra jafnvel vísað frá.
Undantekning eru þeir sem eru eldri en 25 ára og grunur leikur á að um einhverfu sé að ræða. Mikilvægt er að með þjónustubeiðnum fylgi tilvísunarbeiðni frá heimilislækni eða öðrum sérfræðingum.