Námskeið og fræðsla

Tæklaðu tilfinningarnar

8. mars fer af stað námskeið fyrir unglinga með margþættan geðrænan vanda og foreldra þeirra. Námskeiðið byggir á hugmyndafræði Díalektískrar atferlismeðferðar. Markmið námskeiðsins er að unglingar og foreldrar öðlist betri færni í því að þola erfiðar tilfinningar og koma í veg fyrir að brugðist sé við með óhjálplegum eða skaðlegum aðferðum. Farið verður í núvitundaræfingar sem miða að því að hjálpa til við að draga út hvatvísi sem birtist gjarna í reiðivanda. Einnig verður áhersla lögð á að þekkja eigin tilfinningar og skilja þær sem og þekkja hvernig er skynsamlegast að bregðast við þeim. Námskeiðið hentar vel fyrir unglinga sem eiga í tilfinninga- og samskiptavanda, eiga erfitt með að stjórna reiði sinni eða öðrum tilfinningum, skaða sig eða eru með sjálfsvígshugsanir.

Námskeiðið er í 10 vikur á þriðjudögum milli 16 og 18. Annað foreldrið verður að taka þátt með unglingnum í meðferðinni en vegna fjarlægðartakmarkanna þá getum við einungis boðið öðru foreldri með. Námskeiðið er einn hluti af tveimur sem byggjast á aðferðum Díalektískrar atferlismeðferðar og er hægt að taka aðrar 10 vikur í framhaldi sem miða að því að bæta samskipti og koma jafnvægi á aðstæður og samskipti foreldra og unglinga.

Ágústa I. Arnardóttir sérfræðingur í klínískri sálfræði og Kolbrún Ása Rikhardsdóttir sálfræðingur sjá um námskeiðið. Námskeiðið er niðurgreitt af Velferðarsjóði barna.

Áætlað í mars 2021

Nánari upplýsingar fást hjá afgreiðslu SÓLar í síma 5321500 eða afgreidsla@sol.is.

 

Betri samskipti bætt líðan

SÓL er með námskeið fyrir unglinga með margþættan geðrænan vanda og foreldra þeirra. Námskeiðið byggir á hugmyndafræði Díalektískrar atferlismeðferðar. Markmið námskeiðsins er að unglingar og foreldrar öðlist betri færni í samskiptum við jafnaldra sem og við foreldra. Farið verður í núvitundaræfingar sem miða að því að hjálpa til við að draga út hvatvísi sem birtist gjarna í reiðivanda. Námskeiðið hentar vel fyrir unglinga sem eiga í tilfinninga- og samskiptavanda, eiga erfitt með að stjórna reiði sinni eða öðrum tilfinningum, skaða sig eða eru með sjálfsvígshugsanir. Námskeiðið er í 10 vikur á mánudögum milli 15:15 og 17:15. Annað foreldrið verður að taka þátt með unglingnum í meðferðinni en vegna fjarlægðartakmarkanna þá getum við einungis boðið öðru foreldri með. Námskeiðið er  einn hluti af tveimur sem byggjast á aðferðum Díalektískrar atferlismeðferðar og er hægt að taka aðrar 10 vikur í framhaldi sem miða að því að takast á við erfiðar tilfinningar og læra að koma jafnvægi á þær.

Ágústa I. Arnardóttir sérfræðingur í klínískri sálfræði og Kolbrún Ása Rikhardsdóttir sálfræðingur sjá um námskeiðið. Námskeiðið er niðurgreitt af Velferðarsjóði barna.

Námskeiðið fer af stað 8. febrúar 2021.

Nánari upplýsingar fást hjá afgreiðslu SÓLar í síma 5321500 eða afgreidsla@sol.is.