https://www.mbl.is/fjolskyldan/frettir/2018/08/16/fimm_ara_og_neitar_ad_sofa_i_eigin_rumi/
BÖRN – UNGMENNI – FJÖLSKYLDUR
Frá og með 1. september, 2018 hækkar viðtal sálfræðings í 16.500 krónur.
Sól mun bjóða upp á Díalektíska atferlismeðferð (DAM) í hóp fyrir unglinga og fjölskyldur þeirra nú í haust. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru tilfinningalega næmir og eiga í erfiðleikum með að stjórna tilfinningum sínum. Tilfinningarsveiflur eru tíðar og er lögð áhersla á að kenna aðferðir til að koma í veg fyrir að hlutirnir verði verri en þeir eru. Unnið er með samskiptafærni og að koma jafnvægi á samskipti innan fjölskyldna sem stundum eru orðin erfið. Unglingum og fjölskyldum þeirra er kennt að þekkja tilfinningar og hvernig hægt er að koma þeim í jafnvægi. Meðferðin er 25 vikur og taka bæði foreldrar og unglingar virkan þátt í henni. Einstaklingstímar eru einnig í boði.
Forviðtal er nauðsynlegt þannig að hægt sé að leiðbeina og finna út hvort þessi meðferð er sú sem hentar fjölskyldunni best.
Námskeiðið hefst fimmtudaginn 6. september kl. 15:00 og er hver tími 2 klukkustundir með 10 mínútna hléi.
Hægt er að nota frístundastyrk sem og styrk hjá stéttarfélögum. Einnig bjóðum við uppá PEI greiðsludreifingu.
Skráning er hjá Sól í gegnum tölvupóst afgreidsla@sol.is eða í síma 532-1500.
Sól svarar spurningum á fjölskylduvefnum Fjölskyldan á mbl.is. Greinina má sjá hér fyrir neðan. mbl.is https://www.mbl.is/fjolskyldan/frettir/2018/05/25/mikill_missir_framundan/