COVID-19

Vegna samkomubanns höfum við á SÓL gert viðeigandi ráðstafanir. Við viljum benda öllum sem eiga bókaða tíma hjá okkur að það er velkomið að hafa viðtalið í fjarfundi, sé þess óskað og er þá best að senda okkur tölvupóst á afgreidsla@sol.is, hægt að setja „óska eftir fjarfundi“ í fyrirsögn.

Til þess að takmarka fjölda á biðstofu höfum við skerpt verulega á tímasetningum og hvetjum fólk til þess að mæta á slaginu, við munum reyna að tryggja að þið getið gengið beint inn til viðkomandi læknis eða sálfræðings.

Við fylgjum leiðbeiningum landlæknis til hlítar, en nánari upplýsingar má finna á www.covid.is

Þetta eru sérstakir tímar og á margan hátt krefjandi. Gleymum ekki mikilvægi þess að hlúa að okkur sjálfum. Þetta tímabil mun taka enda, en hugtök eins og samstaða, samhugur og tillit fá líklega dýpri og mikilvægari þýðingu fyrir okkur öll.

Ekki hika við að hafa samband.

Með kærri kveðju, starfsfólk SÓLar

DAM námskeið fyrir unglinga og fjölskyldur þeirra

Sól mun bjóða upp á Díalektíska atferlismeðferð (DAM) í hóp fyrir unglinga og fjölskyldur þeirra nú í haust. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru tilfinningalega næmir og eiga í erfiðleikum með að stjórna tilfinningum sínum. Tilfinningarsveiflur eru tíðar og er lögð áhersla á að kenna aðferðir til að koma í veg fyrir að hlutirnir verði verri en þeir eru. Unnið er með samskiptafærni og að koma jafnvægi á samskipti innan fjölskyldna sem stundum eru orðin erfið. Unglingum og fjölskyldum þeirra er kennt að þekkja tilfinningar og hvernig hægt er að koma þeim í jafnvægi. Meðferðin er 25 vikur og taka bæði foreldrar og unglingar virkan þátt í henni. Einstaklingstímar eru einnig í boði.

Forviðtal er nauðsynlegt þannig að hægt sé að leiðbeina og finna út hvort þessi meðferð er sú sem hentar fjölskyldunni best.

Námskeiðið hefst fimmtudaginn 6. september kl. 15:00 og er hver tími 2 klukkustundir með 10 mínútna hléi.

Hægt er að nota frístundastyrk sem og styrk hjá stéttarfélögum. Einnig bjóðum við uppá PEI greiðsludreifingu.

Skráning er hjá Sól í gegnum tölvupóst afgreidsla@sol.is eða í síma 532-1500.