ADOS-2 eining 3 er staðlað matstæki, sem byggist á beinni athugun á hegðun þegar grunur er um röskun á einhverfurófi
Athugunin beinist að tjáskiptum, félagslegum samskiptum og leik eða skapandi notkun hluta. ADOS-2 felur í sér verkefni sem gera prófanda kleift að athuga hegðun sem hefur verið skilgreind sem mikilvæg í tengslum við greiningu raskana á einhverfurófinu hjá einstaklingum á mismunandi aldri og þroskastigi.
Eining 3 er ætluð einstaklingum sem tjá sig í löngum setningum reiprennandi. Áherslan er m.a. á leik, samræður, félagstilfinningalegar spurningar og atriði sem lúta að daglegu lífi auk tiltekinna verkefna eins og t.d. að endursegja stutta sögu, að lýsa athöfn og að búa til sögu með hlutum.