Skip to main content

Spurningalisti um atferli barna ( CBCL og TRF )

Listarnir gefa vísbendingar um ýmis einkenni í dagfari barna

Listarnir gefa vísbendingar um ýmis einkenni í dagfari barna sem tengist líðan þeirra og hegðun, svo sem hlédrægni, depurð, erfiðri hegðun og einbeitingarerfiðleikum.

Foreldrar (CBCL) og kennarar (TRF) svara spurningalistunum. Svörin eru borin saman við svör foreldra bandarískra barna og kennara. Á YSR gefst börnum 11-18 ára kostur á að svara sjálf sambærilegum lista, svör þeirra eru einnig borin saman við svör bandarískra jafnaldra.

Listarnir eru ekki greiningartæki en geta gefið góða mynd af hegðun og líðan barnsins eða unglingsins.