Skip to main content

Greindarpróf Wechslers fyrir börn 7 – 16 ára

WISC-IVIS er notað til að meta vitsmunaþroska barna á aldrinum 6 til 16 ára

Heildartala greindar lýsir almennri hæfni á vitsmunasviði en hún er reiknuð út frá frammistöðu á fjórum prófhlutum sem hver um sig metur mikilvægan hluta almennrar greindar.

Málstarf byggir á munnlegum undirprófum þar sem reynir á rökhugsun, málskilning og máltjáningu við úrlausn verkefna. Skynhugsun byggir á undirprófum sem reyna á rökhugsun og sjónræna úrvinnslu.

Prófhlutinn vinnsluminni byggir á undirprófum sem reyna á minni og einbeitingu þegar unnið er með heyrnrænar upplýsingar. Vinnsluhraði byggir á undirprófum sem reyna á vinnsluhraða, samhæfingu hugar og handa og sjónræna úrvinnslu.

Meðaltal fyrir hvern aldursflokk er 100, frammistaða flestra liggur á milli 85 og 115. Á hverju undirprófi eru reiknaðar mælitölur, þar er meðaltalið 10 en frammistaða flestra liggur á milli 7 og 13. Miðað er við íslenska stöðlun.