Skip to main content

Mat á aðlögunarfærni - Vineland Adaptive Behaviour Scales

VABS-II, er staðalbundið matstæki sem nýtist til að meta aðlögunarfærni barna og unglinga

Aðlögunarfærni nær yfir tiltekna hegðun sem einstaklingur þarf að búa yfir til að eiga samskipti við aðra og leysa ýmis viðfangsefni í daglegu lífi. VABS-II er hálfbundið viðtal þar sem upplýsinga er aflað hjá foreldrum.

Við úrvinnslu er tekið mið af aldri barnsins og færni borin saman við frammistöðu jafnaldra. Matstækið skiptist í fjögur meginsvið: Boðskipti, athafnir daglegs lífs, félagslega aðlögun og hreyfifærni en það síðastnefnda er einungis metið hjá börnum yngri en sjö ára.

Að auki er gefinn kostur á að afla upplýsinga um frávik í hegðun. Viðmið eru bandarísk.