Íslenski þroskalistinn er frumsaminn hérlendis
Íslenski þroskalistinn er frumsaminn hérlendis og ætlað að meta þroska þriggja til sex ára barna með því að afla upplýsinga frá mæðrum þeirra. Listinn skiptist í hreyfi- og málhluta, í mati á hreyfiþroska eru þrír undirþættir lagðir til grunna, þ.e. gróf- og fínhreyfifærni ásamt sjálfsbjörg.
Í mati á málþroska liggja einnig þrír undirþættir til grunna*, þ.e. málskilningur og tjáning, ásamt námi. Saman gefa þessir þættir heildarþroskatölu, og á kvarða yfir mælitölur er meðalfærni hvers aldurshóps 100, en meðalgeta flestra liggur á bilinu 85-115.