

Ágústa lauk cand.psych prófi frá Háskólanum í Kaupmannahöfn árið 2004. Hún tók sérnám í HAM hjá Endurmenntun HÍ í samstarfi við Oxford háskóla á árunum 2008-2010. Hún fékk sérfræðileyfi í klínískri sálfræði árið 2018. Þar að auki hefur hún hlotið ítarlega þjálfun í ýmsum meðferðarnálgunum s.s. DAM, CPT, DPT-PE og EMDR sem og sótt fjölda námskeiða.
Störf
Ágústa hefur starfað sem sálfræðingur í Sól, sálfræði- og læknisþjónustu Hlíðarsmára 14 í Kópavogi frá árinu 2017. Einnig hefur hún unnið sem sérfræðingur að verkefnum fyrir Landspítalann í að þýða DAM meðferðarefni til útgáfu. Hún starfaði sem verkefnastjóri á Kleppi 2016-1017 og tók þátt í uppbyggingu á DAM þjónustu og sinnti þjálfun fyrir starfsfólk. Hún starfaði á Hvítabandi við DAM meðferð 2015-2016. Hún starfaði á Barna- og unglingageðdeild Landspítala frá 2009-2015 þar sem hún stofnaði DAM teymi BUGL og frá árinu 2012 var sú meðferð veitt undir hennar stjórn. Hún starfaði í hlutastarfi á krabbameinsdeild Landspítalans frá árinu 2007, fyrst við uppbyggingu á námskeiðum og endurhæfingu krabbameinsgreindra en svo einnig í þjónustu við krabbameinsdeildir og inniliggjandi sjúklinga og aðstandendur þeirra. Samhliða vann hún að hluta á Barnaspítala Hringsins þar sem hún vann að uppbyggingu á sálfræðiþjónustu á deildum spítalans ásamt því að starfa í krabbameinsteymi, taugateymi og náið með meltingarteymi spítalans. Á árunum 2004-2007 starfaði hún í skólakerfinu í hegðunarmótandi þjálfun á barni með einhverfu.
Sérsvið
Ágústa hefur sérhæft sig í DAM meðferð sem er meðferð við alvarlegum tilfinningavanda eða jaðarpersónuleikaröskun. Hún vinnur með unglingum og ungmennum og er vandinn oft sjálfsskaði eða ágengar sjálfsvígshugsanir. Einnig hefur Ágústa fengið þjálfun í DAM fyrir börn sem ætlað er alvarlegum hegðunarvanda barna og einkennist sá vandi oft af miklum tilfinningasveiflum, skapofsaköstum og erfiðri hegðun. Aðalfókus í þeirri meðferð er að þjálfa foreldra í að takast á við vandann.
Ágústa hefur unnið með einstaklingum með einhverfu í að skilja betur tilfinningar sínar og vanda og finna leiðir til að takast á við tilfinningar og verkefni dagsins.
Fyrir utan að hafa fengið þjálfun í HAM og DAM þá hefur Ágústa hlotið þjálfun í CPT, DBT-PE og EMDR áfallameðferðum.
Ágústa veitir meðferð við öllum helstu kvíðaröskunum.
Ágústa hefur verið með sálfræðinema í starfsþjálfun og sinnt ýmiskonar handleiðslu. Einnig hefur hún staðið að því að þýða meðferðarefni bæði í DAM fyrir fullorðna, unglinga og börn. Einnig hefur hún þýtt meðferðarhandbók í TF-CPT fyrir börn. Hún hefur búið til námskeið sem byggð hafa verið á HAM meðferðarnálgun.

Baldur lauk grunnnámi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Hann byrjaði þá í mastersnámi í sálfræði, frá HÍ, þar sem hann skoðaði samspil hreyfingar og ADHD. Því námi er ólokið þar sem hann færði sig yfir í Háskólann í Reykjavík og lauk þaðan námi í klínískri sálfræði árið 2017. Hann hlaut þá í kjölfarið starfsleyfi frá Landlækni sem sálfræðingur. Baldur hlaut starfsþjálfun á Teigi, eftirmeðferðardeild fíknigeðdeildar, á Heilsugæslunni Seltjarnarnesi og á bráðageðdeild Landspítalans.
Störf
Baldur hefur starfað sem sálfræðingur í Sól, sálfræði- og læknisþjónustu Hlíðarsmára 14 í Kópavogi frá árinu 2021. Hann starfaði áður sem sálfræðingur á Barna og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) frá 2018-2021. Þá vann hann eftir útskrift sem sálfræðingur á heilsugæslu á Ísafirði. Þar sat hann meðal annars sem umsjónarmaður áfallateymis Vestfjarða og hélt ýmis námskeið. Baldur hefur starfað sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur á eigin stofu frá árunum 2018-2021. Baldur hefur auk þess setið í samninganefnd Sálfræðingafélags Íslands.
Sérsvið
Baldur sinnir meðferð og greiningu á ADHD og hegðunar- og tilfinningavanda barna og fullorðinna á SÓL. Hann hefur lokið þjálfun í díalektískri atferlismeðferð (DAM) og hefur verið í DAM teymi BUGL og DAM teymi SÓLar. Þá hefur hann einnig setið ýmis námskeið tengdum ACT (acceptance and commitment therapy). Auk þess hefur Baldur lokið ýmsum vinnustofum tengdum ýmsum kvíða- og lyndisröskunum, áfallavinnu, greiningarvinnu og handleiðslu.

MSc í hagnýtri atferlisgreiningu frá Háskólanum í Wales, Bangor, 2006.
BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands, 2003.
Fyrri störf
Ráðgjafar- og greiningarstöð,
Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts,
Brúarskóli - sérskóli,
Geðheilsumiðstöð barna,
Barna- og unglingageðdeild Landspítalans.
Bára hefur einnig tekið að sér kennslu sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík, Háskólanum á Akureyri og í Háskóla Íslands.
Hún hóf störf sem sálfræðingur og klínískur atferlisfræðingur hjá SÓL sálfræði- og læknisþjónustu í janúar 2025. Hún vinnur jafnframt á Austurmiðstöð.
Sérsvið
Bára hefur unnið sem sálfræðingur og klínískur atferlisfræðingur í tæp 20 ár bæði við ráðgjöf og greiningarvinnu. Hún hefur sinnt ýmissi ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla og þá sérstaklega vegna barna með kjörþögli og barna með hegðunarvanda, eiga í erfiðleikum vegna svefns eða að ná annarri mikilvægri færni.

Camilla lauk Bachelor gráðu í sálfræði frá University of British Columbia í Kanada árið 2017 og hóf nám beint í kjölfarið við University College London (UCL). Hún útskrifaðist þaðan með MSc í klínískri þroskasálfræði (developmental psychology and clinical practice) árið 2019. Camilla útskrifaðist síðan sem klínískur sálfræðingur við Háskóla Íslands árið 2021.
Störf
Camilla hefur starfað sem sálfræðingur í Sól, sálfræði- og læknisþjónustu Hlíðarsmára 14 í Kópavogi frá árinu 2021. Hún tók starfsnámið sitt sem hluta af klíníska náminu við Háskóla Íslands á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni milli 2020-2021. Starfsnámið hennar við UCL háskólann tók hún á geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga (CHAMS).
Sérsvið
Camilla sinnir meðferð og greiningu á ADHD og hegðunar- og tilfinningavanda barna og unglinga á SÓL. Hún hefur lagt stund á og setið námskeið tengdum ACT (acceptance and commitment therapy) og psycodynamic psychotherapy. Auk þess hefur Camilla sótt vinnustofur og ráðstefnur tengdar ýmsum tilfinningavanda barna og fullorðinna.



Hanna María lauk kandídatsprófi frá Kaupmannahafnarháskóla vorið 2011. Hún lauk tveggja ára sérfræðinámi í hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands vorið 2017.
Hún hlaut sérfræðiréttindi í klínískri sálfræði barna og unglinga í byrjun árs 2023.
Störf
Hanna María hefur starfað sem sálfræðingur í Sól, sálfræði- og læknisþjónustu frá árinu 2017. Hún starfaði áður sem skólasálfræðingur hjá Menntasviði Kópavogsbæjar 2013-2016 og þar áður sem sálfræðingur hjá sálfræðiþjónustu barna hjá SÁÁ 2012-2013.
Sérsvið
Hanna María sinnir greiningu og meðferð barna og ungmenna og ráðgjöf til foreldra. Meðal helstu viðfangsefna eru ADHD, kvíði og tilfinningastjórn.

Helga lauk BA námi frá Háskóla Íslands árið 2000. Hún fékk Mastersgráðu frá Universiteit van Amsterdam 2007 í þroskasálfræði. Hún lauk tveggja ára sérnámi í hugrænni atferlismeðferð árið 2021.
Störf
Helga hefur starfað sem sálfræðingur á SÓL, sálfræði- og læknisþjónusta frá 2017. Hún starfaði á Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) frá árinu 2005 – 2016, að undanteknu einu ári 2011-2012 þar sem hún starfaði á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (einhverfusvið). Hún var með stofurekstur í Domus Medica 2012 - 2013 meðfram starfi sínu á ÞHS. Hún hefur sótt ýmiskonar námskeið og ráðstefnur og kennt á fjölmörgum námskeiðum fyrir foreldrum og börn.
Sérsvið
Helga hefur sérhæft sig í greiningu einhverfu og ADHD og skyldum röskunum. Hún sinnir meðferð tilfinningavanda barna og ungs fólks og ráðgjöf til foreldra.

Ingibjörg lauk Cand. Psych prófi frá sálfræðideild Háskóla Íslands árið 2011 með starfsnámi frá Barna- og unglingageðdeild og skrifaði lokaverkefni sitt um vitsmunaþroska og heilavirkni barna með ADHD. Hún hlaut sérfræðileyfi frá Landlækni árið 2011 og hefur sótt ýmis námskeið síðan. Ingibjörg hefur sótt námskeið og hlotið réttindi fyrir greiningartækin K-SADS, ADOS-2, ADI, Bayley, ADIS og SFA. Hún hefur sótt námskeið og þjálfun til námskeiðshalds á klókum krökkum, klókum litlum krökkum, SOS hjálp fyrir foreldra, ART, Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar, CPS aðferðarfræði Ross Green og foreldra HAM fyrir kvíðin börn. Ingibjörg er í meðferðarnámi í PMTO foreldrafærni og stefnir á útskrift úr því námi 2026.
Starfsreynsla
Ingibjörg hóf störf við rannsóknarvinnu fyrir Barnaverndarstofu eftir útskrift árið 2011 og hóf störf sama ár sem skólasálfræðingur hjá Reykjanesbæ þar sem hún starfaði til 2015. Þá starfið hún sem skólasálfræðingur hjá Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar frá 2015 til 2017, hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð frá 2017 til 2022 og hjá Austurmiðstöð Reykjavíkurborgar frá 2022. Hún hóf störf sem sálfræðingur á SÓL árið 2020 og sinnir greiningum barna og ráðgjöf til foreldra.
Sérsvið
Ingibjörg hefur lagt áherslu í starfi á greiningar og úrræði fyrir fjölbreytni í taugaþroska barna svo sem ADHD, einhverfu og þroskahömlun ásamt tilfinningavanda og kvíðameðferð barna.


Kristín lauk námi í félagsráðgjöf frá Den Sociale Højskole í Árósum í Danmörku 1979.
Störf
Kristín hefur verið starfandi sem félagsráðgjafi í Sól, sálfræði-og læknisþjónustu frá 2021
Fyrri störf:
Geðdeild Landspítala frá 1980 til 1986.
Barna –og unglingageðdeild Landspítala frá 1987 til 2010.
Göngudeild barna-og unglingageðdeildar við Akershus sjúkrahúsið í Noregi frá 2011 til 2017.
Þroska-og hegðunarstöð 2017 –2021.
Sérsvið. Einhverfa og ADHD

Laufey Dís lauk B.S.-prófi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og Cand. Psych.-prófi í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Hún hlaut PMTO-meðferðarmenntun frá Barnaverndarstofu árið 2018.
Störf
Laufey Dís hefur víðtæka reynslu af meðferð og ráðgjöf fyrir börn, ungmenni og foreldra. Hún hefur haldið PMTO-námskeið og veitt einstaklingsmeðferð fyrir foreldra, auk þess að leiða námskeið um kvíðavanda fyrir börn og foreldra. Hún starfaði hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts frá 2014 til 2022 og hefur starfað sjálfstætt frá 2022, samhliða vinnu hjá Skólaþjónustu Mosfellsbæjar frá 2023.
Sérsvið
Laufey Dís sérhæfir sig í tilfinningavanda barna og ungmenna upp að 25 ára aldri, uppeldisráðgjöf fyrir foreldra og ADHD-greiningum hjá bæði börnum og fullorðnum.

Málfríður lauk kanditasprófi í sálfræði frá Háskólanum í Árósum vorið 1980. Lauk framhaldsnámi í taugasálfræði barna við The European Graduate School of Child Neuropsychology í Amsterdam, Hollandi, árið1996.
Hún hlaut sérfræðiréttindi í klínískri taugasálfræði árið 2012.
Störf
Málfríður hefur starfað sem klínískur taugasálfræðingur í Sól, sálfræði- og læknisþjónustu, Hlíðarsmára 14 í Kópavogi frá árinu 2017. Hún starfaði á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans frá 1996 til 2010. Starfaði á endurhæfingardeild LSH, Grensási og í einhverfuteymi fullorðinsgeðdeildar Landspítalans á árunum 2012- 2017.
Starfaði auk þess eitt ár í sérfræðiteymi taugarþroskafrávika barna á Háskólasjúkrahúsinu í Stavanger, Noregi,
Sérfræðisvið: Taugasálfræðilegar athuganir hjá börnum og fullorðnum, m.a. greining á Tourette heilkenni og greining ADHD og einhverfu hjá börnum og fullorðnum.

Móses lauk M.D prófi frá háskólanum í Debrecen, Ungverjalandi vorið 2016, kandídatsári við Landspítalann árið 2017 og stundaði þar nám í geðlækningum frá 2017 til 2022. Móses hlaut sérfræðiréttindi í geðlækningum í janúar 2023.
Störf
Móses hefur starfað sem geðlæknir í Sól, sálfræði- og læknisþjónustu Hlíðarsmára 14 í Kópavogi frá árinu 2023. Hann starfaði á geðdeildum Landspítalans frá 2017-2024 og á sjúkrahúsinu á Akureyri 2016-2017.

Ragnheiður útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands vorið 1993 og stundaði nám í almennum barnalækningum á Íslandi og í Nijmegen í Hollandi. Hún nam barna- og unglingageðlækningar á Íslandi á árunum 2012-2015.
Hún hlaut sérfræðiréttindi í almennum barnalækningum á Íslandi árið 2002 og í barna- og unglingageðlækningum árið 2015.
Störf
Ragnheiður hefur starfað sem barna- og unglingageðlæknir í Sól, sálfræði- og læknisþjónustu Hlíðarsmára 14 í Kópavogi frá árinu 2017. Hún starfaði á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2002-2011 og á Barna og unglingageðdeild Landspítala frá 2012-2015.

Snorri lauk BA námi frá Háskóla Íslands árið 2001. Hann útskrifaðist með Mastersgráðu í klínískri sálfræði frá Universiteit van Amsterdam árið 2008. Hann lauk tveggja ára sérnámi í hugrænni atferlismeðferð árið 2021. Snorri fékk sérfræðileyfi í klínískri barnasálfræði 2023.
Störf
Snorri hefur starfað sem sálfræðingur á SÓL, sálfræði- og læknisþjónusta frá 2017. Hann starfaði á Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts frá árunum 2012-2017. Hann starfaði á Skólaskrifstofu Suðurlands frá árunum 2009-2012. Hann hefur stýrt námskeiðum fyrir börn og unglinga með tilfinningavanda auk þess að halda fræðsluerindi fyrir foreldra og starfsfólk skóla. Snorri hefur auk þess unnið á Stuðlum – meðferðarheimili fyrir unglinga, hjá Hjartavernd við fyrirlögn og úrvinnslu á taugasálfræðilegum prófum og Reykjavíkurborg sem deildarstjóri búsetuþjónustu fyrir fólk með geðrænan vanda.
Sérsvið
Snorri sinnir greiningu og meðferð barna, unglinga og fullorðinna. Hann hefur sérhæft sig í kvíða- og lyndisröskunum, OCD, ADHD og einhverfu.


Unnur lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og meistaranámi í sálfræði frá Háskólanum í Sussex 2004. Hún var í starfsþjálfun á göngudeild geðdeildar Landspítalans og hlaut starfsréttindi sem sálfræðingur í ársbyrjun 2008. Unnur hefur lokið ýmsum námskeiðum og þjálfun í greiningu á taugaþroskaröskunum. Hún er nú í doktorsnámi þar sem hún er að rannsaka ADHD hjá konum.
Störf
Unnur hefur starfað sem sálfræðingur hjá Sól, sálfræði- og læknisþjónustu í Hlíðarsmára 14 frá árinu 2020. Hún starfaði áður hjá ADHD- og einhverfuteymum Landspítalans, á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar og á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Hún starfaði einnig sem sálfræðingur í einhverfuteymi hjá Hälsa och habilitering í Uppsala, Svíþjóð.
Sérsvið
ADHD og einhverfa hjá fullorðnum.