Breyting á gjaldskrá sálfræðiþjónustu

Þann 1. apríl næstkomandi mun gjaldskrá sálfræðinga SÓLar breytast. Viðtal sem er 45 mínútur mun kosta 20.000 kr. Einnig mun kostnaður við greiningarvinnu breytast og er hægt að kynna sér allar breytingar á verðskrá okkar hér á síðunni. Þessar hækkanir eru vegna aukins launa- og rekstrarkostnaðar.

Þjónustubeiðni fyrir ADHD greiningar 18 ára og eldri frá 1. febrúar 2021

Kæru skjólstæðingar. Breytingar eru á þjónustubeiðnum sem snúa að ADHD greiningum 18 ára og eldri. Nú óskum við eftir því að tilvísun komi frá heilsugæslulækni um greiningu á ADHD. Þetta er gert til að gera þjónustu heildstæðari þannig að heilsugæslulæknir sé inni í málum og geti því auðveldlega tekið við lyfjameðferð ef til þess kemur. Breytingin tekur gildi 1. febrúar 2021.

Jólalokun

Sólarfólk óskar skjólstæðingum, fjölskyldum þeirra og öllum landsmönnum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á þessu sögulega ári sem er að líða og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á nýju ári. Vekjum athygli á að lokað verður hjá okkur frá 23. desember, opnum aftur 4. janúar 2021. 🎅🎄

Ráðstafanir í kjölfar nýrra sóttvarnarreglna

Við hjá SÓL munum halda áfram að veita þjónustu þó með örlítið breyttu sniði.

  1. Óskað verður eftir því að einhver viðtöl verði fjarviðtöl og geta skjólstæðingar líka óskað eftir því að fá fjarviðtal. Best er að gera það með því að senda póst á afgreidsla@sol.is eða á netfang viðkomandi fagaðila.
  2. Þar sem einungis 10 manns mega vera saman í rými þá viljum við takmarka bið á biðstofu. Við viljum biðja alla að mæta sem næst bókuðum tíma þannig að hægt sé að ganga fljótlega inn á skrifstofu viðkomandi fagaðila.
  3. Við biðjum um að einungis einn fylgi hverju barni og aðrir komi einir í viðtal. Í þeim tilvikum sem foreldrar eru ekki með í viðtali þá biðjum við um að beðið sé úti í bíl en ekki á biðstofu.
  4. Við biðjum alla, líka börn, að vera með grímu og spritta hendur við komu.

Vinsamlegast látið vita ef þið hyggist afbóka tíma.

Sóttvarnir á SÓL

Í ljósi hertra aðgerða vegna Covid höfum við á SÓL gert ráðstafanir varðandi móttöku. Við biðjum skjólstæðinga að mæta til okkar sem næst bókuðum tíma til að takmarka tíma sem beðið er á biðstofu. Allir þurfa að bera grímu á biðstofunni. Við reynum að tryggja að fólk geti gengið beint inn til viðkomandi læknis eða sálfræðings til að takmarka fjölda á biðstofu. Mælst er til þess að aðeins einn aðili fylgi hverju barni í viðtal sé þess kostur. Við biðjum alla að spritta sig áður eða um leið og gengið er inn í viðtal. Sprittbrúsar eru staðsettir víðsvegar á biðstofu sem og á hverri mótttökustofu. Ef óskað er eftir fjarþjónustu þá er nauðsynlegt að hafa samband við afgreiðsluna í síma 532-1500 eða í tölvupósti á afgreidsla@sol.is.Við fylgjumst með leiðbeiningum landlæknis og breytum í samræmi við þær. Nánari upplýsingar á www.covid.is

Með kærri kveðju, starfsfólk SÓLar

Þjónusta SÓLar

Við hjá SÓL viljum koma eftirfarandi á framfæri.

Einstaklingar að 25 ára aldri geta sótt um þjónustu hjá Sól. Sama gildir um foreldra þeirra barna sem njóta þjónustu hjá Sól. Eins og stendur verða beiðnir einstaklinga sem falla undir ofangreinda skilgreiningu settar í forgang, annarra jafnvel vísað frá.
Undantekning eru þeir sem eru eldri en 25 ára og grunur leikur á að um einhverfu sé að ræða. Mikilvægt er að með þjónustubeiðnum fylgi tilvísunarbeiðni frá heimilislækni eða öðrum sérfræðingum.

Móttaka skjólstæðinga á Sól

Í ljósi hertra aðgerða vegna Covid höfum við á SÓL gert ráðstafanir varðandi móttöku.
Næstu vikur tökum við á móti skjólstæðingum og biðjum skjólstæðinga að mæta inn á biðstofu sem næst bókuðum tíma. Við reynum að tryggja að fólk geti gengið beint inn til viðkomandi læknis eða sálfræðings til að takmarka fjölda á biðstofu. Við munum sjá til þess að stólar á biðstofu séu með 2ja metra bili. Við biðjum alla að spritta sig áður eða um leið og gengið er inn í viðtal. Sprittbrúsar eru staðsettir víðsvegar á biðstofu sem og á hverri mótttökustofu. Einnig óskum við eftir því að aðeins einn fylgi hverju barni í viðtal sé þess kostur.
Ef óskað er eftir fjarþjónustu þá er nauðsynlegt að hafa samband við afgreiðsluna í síma 532-1500 eða í tölvupósti á afgreidsla@sol.is.Við fylgjumst með leiðbeiningum landlæknis og breytum í samræmi við þær. Nánari upplýsingar á www.covid.is
Með kærri kveðju, starfsfólk SÓLar

Heimsóknir frá 4. maí

Vegna samkomubanns höfum við á SÓL gert viðeigandi ráðstafanir. Frá og með mánudeginum 4. maí munum við aftur opna fyrir heimsóknir skjólstæðinga og gerum því ráð fyrir að þeir sem eiga bókaðan tíma hjá okkur frá og með 4. maí mæti á staðinn en bendum jafnframt á að áfram er velkomið að óska eftir því að fá viðtal í gegnum fjarfund.


Til þess að takmarka fjölda á biðstofu pössum við upp á tímasetningar og hvetjum fólk til þess að mæta á bókuðum tíma og munum við reyna að tryggja að fólk geti gengið beint inn til viðkomandi læknis eða sálfræðings. Einnig óskum við eftir því að aðeins einn fylgi hverju barni í viðtal sé þess kostur.


Við fylgjum áfram leiðbeiningum landlæknis, nánari upplýsingar má finna á www.covid.is
Ef einhverjar spurningar vakna er velkomið að hafa samband, hægt er að hringja í afgreiðslu í síma 532-1500 eða senda tölvupóst á afgreidsla@sol.is

Með kærri kveðju, starfsfólk SÓLar

Næstu vikur

Vegna samkomubanns höfum við á SÓL gert viðeigandi ráðstafanir. Frá og með 4. maí munum við aftur opna fyrir heimsóknir skjólstæðinga en þangað til fara viðtöl áfram fram í gegnum fjarfundarbúnað. Við hvetjum alla sem óska eftir að fá nýjan tíma eftir 4. maí til að hafa samband í síma 532-1500 eða í gegnum netfangið afgreidsla@sol.is.

Til þess að takmarka fjölda á biðstofu höfum við skerpt verulega á tímasetningum og hvetjum fólk til þess að mæta á slaginu, við munum reyna að tryggja að þið getið gengið beint inn til viðkomandi læknis eða sálfræðings.

Við fylgjum áfram leiðbeiningum landlæknis, en nánari upplýsingar má finna á www.covid.is

Þetta eru sérstakir tímar og á margan hátt krefjandi. Gleymum ekki mikilvægi þess að hlúa að okkur sjálfum.

Ekki hika við að hafa samband.

Með kærri kveðju, starfsfólk SÓLar

Fjarþjónusta næstu vikur

Við hjá Sól höfum tekið ákvörðun um það í ljósi nýjustu takmarkanna sem gefin voru út af Almannavörnum að breyta þjónustu okkar þannig að einungis sé veitt fjarþjónusta. Þetta fyrirkomulag verður þar til önnur fyrirmæli verða gefin út frá Almannavörnum. Áfram verður afgreiðslan okkar opin og hægt að hafa samband í síma 5321500 og á afgreidsla@sol.is. Við minnum fólk á að láta vita með fyrirvara ef það getur ekki notað tímann sinn en allir sem eiga bókuð viðtöl munu fá símtal varðandi nýtt fyrirkomulag.