Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Nýtt verklag

Eftir Fréttir

SÓL tekur ekki lengur á móti þjónustubeiðnum þar sem frumgreining hefur farið fram og óskað er eftir nánari athugun á einkennum ADHD.

Vegna sumarleyfa

Eftir Fréttir

Vinsamlegast athugið að vegna sumarleyfa starfsmanna verður afgreiðsla Sólar lokuð vikuna 17.-21. júlí og föstudaginn 28. júlí 🌞 Hægt er að senda tölvupóst á netfangið afgreidsla@sol.is og verður þeim svarað við fyrsta tækifæri 🌞

Lengri bið eftir þjónustu

Eftir Fréttir

Vegna mikillar aðsóknar er bið eftir þjónustu Sólar því miður mun lengri en við vildum hafa. Sérstaklega er löng bið eftir þjónustu lækna Sólar. Vakin er athygli á því að ekki er hægt að koma eingöngu til lækna.

ADHD og barnið mitt

Eftir Fréttir

Námskeið fyrir foreldra barna með ADHD

Uppeldisnámskeið fyrir foreldra barna með ADHD á aldrinum fimm til tólf ára. Tilgangur námskeiðsins er að fræða foreldra um áhrif ADHD á líðan og hegðun barna og þær áskoranir sem geta komið upp í uppeldi barna með þessa og tengdar raskanir. Farið verður yfir ýmsar aðferðir sem byggja á atferlismótun sem henta börnum með ADHD og styðja foreldra við að taka á eða fyrirbyggja ýmsan vanda sem er algengt að komi upp samhliða ADHD.

Námskeiðið er 6 vikna langt og kennt einu sinni í viku, 90 mínútur í senn. Námskeiðið verður kennt eftir hádegi á miðvikudögum frá kl. 15-16:30.

Næsta námskeið fer af stað miðvikudaginn 8. febrúar 2023. Skráning í afgreiðslu SÓLar með því að senda póst á netfangið afgreidsla@sol.is eða í síma 5321500.

Kostnaður:  Foreldrar 110.000 kr og mega tveir aðilar mæta með hverju barni.

Nýir gjaldskrárliðir barnalækna og barna- og unglingageðlækna í SÓL

Eftir Fréttir

Þann 4.1.2023 taka gildi nýir gjaldliðir vegna vísitölu- og kostnaðarhækkana. Fast gjald sem innheimt hefur verið undanfarna mánuði er jafnframt fellt niður.

Ekki hefur verið í gildi samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna um heilbrigðisþjónustu sl. 4 ½ ár. Sjúkratryggingar hafa ekki hækkað einingaverð í 3 ár þrátt fyrir verulegar vísitölu- og kostnaðarhækkanir.

Til að mæta þessum hækkunum neyðumst við til að bæta við nýjum gjaldliðum, sem greiðast af þjónustuþegum. Jafnframt bætast við gjaldliðir vegna vottorða og bókaðra tíma sem ekki er mætt í eða afbókaðir með eðlilegum fyrirvara.

Að neðan eru nýju gjaldliðirnir, sem bætast við gjaldskrárliði í gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir þjónustu sérgreinalækna sem ekki hefur verið samið um.

Við vekjum ennfremur athygli á að foreldrar/forráðamenn þurfa sjálfir að gæta þess að tilvísun frá heilsugæslu sé í gildi.

Barna- og unglingageðlæknar  
Gjaldliður Kr.
Stutt viðtal 1.980
Langt viðtal 5.148
Foreldraviðtal 6.435
Greiningarviðtal 6.930
Rafræn samskipti 1.188
Fjarviðtal 2.475
Fjarlækning 5.148
Fullorðinn stutt 1.980
Fullorðinn langt 3.960
Fjölskyldumeðferð 5.940
   
Barnalæknar  
Gjaldliður Kr.
Viðtal og skoðun (Vs)        1.980
Vs + sérhæft mat        5.148
Vs + nákvæm taugaskoðun        5.148
Langt viðtal        5.148
Ráðgjafarviðtal        6.435
   
Nýir gjaldliðir Kr.
Lyfjaskírteini 2.690
Vottorð stutt 5.380
Vottorð langt 8.070
Umönnunarvottorð 8.070
Ónýttur tími (fyrsta viðtal) 8.000
Ónýttur tími (síðara viðtal) 4.000

 

 

 

 

 

Jólakveðja og opnunartími yfir jól og áramót

Eftir Fréttir

Sólarfólk óskar skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á nýju ári. 🎅🎄 Gleðilega hátíð!

Vekjum athygli á skertum opnunartíma yfir jól og áramót en opið verður í Sól dagana 27. og 28. desember en lokað á Þorláksmessu, 23. desember og dagana 29. og 30. desember.

 

DAM meðferð

Eftir Fréttir
DAM meðferð hefst 8. nóvember
Fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára og forráðamenn sem glíma við:
• Miklar tilfinningasveiflur
• Reiðivanda, mikinn kvíða, tómleika, depurð, vanlíðan
• Sjálfskaðandi hegðun og aðra skaðlega áhættuhegðun
• Sjálfsvígshugsanir eða lífsleiðahugsanir
• Samskiptavanda innan fjölskyldu, við jafnaldra og í öðrum félagslegum samskiptum
Unglingur og foreldri/foreldrar mæta vikulega í 2 klst. í senn, í alls 20 vikur. Meðferðin skiptist í 4 lotur og í hverjum hóp eru 5-7 fjölskyldur. Í hóptímunum er kennd færni til að ná markmiðum meðferðarinnar. Á milli tíma eiga foreldrar og unglingar að æfa færniþættina til að tileinka sér þá í daglegu lífi.
Nánari upplýsingar hjá afgreidsla@sol.is eða í síma 5321500
Kan være en tegneserie af 1 person og tekst, der siger "Notum DAM faerni"

Til upplýsingar 

Eftir Fréttir
1. Hjá SÓL leggjum við okkur fram um að mæta þörfum skjólstæðinga okkar eins fljótt og hægt er. En ef þörf er á bráðaþjónustu er bent á bráðaþjónustu Barna- og unglingageðdeildar Landspítala fyrir börn að 18 ára aldri og geðdeild Landspítala fyrir 18 ára og eldri.
 
2. Greiningar sem gerðar eru í SÓL á einhverfurófsröskunum eru nú teknar fullgildar af Tryggingastofnun ríkisins.
 
3. Athugið! Frá og með 19. maí nk. þarf að greiða kr. 2.500 fyrir komu til barnalækna og barna- og unglingageðlækna í SÓL. Þetta gjald er tilkomið vegna samningsleysis sérfræðilækna og óbreyttrar gjaldskrár í tæplega 4 ár.