Skip to main content

ADHD og barnið mitt

Eftir janúar 11, 2023Fréttir

Námskeið fyrir foreldra barna með ADHD

Uppeldisnámskeið fyrir foreldra barna með ADHD á aldrinum fimm til tólf ára. Tilgangur námskeiðsins er að fræða foreldra um áhrif ADHD á líðan og hegðun barna og þær áskoranir sem geta komið upp í uppeldi barna með þessa og tengdar raskanir. Farið verður yfir ýmsar aðferðir sem byggja á atferlismótun sem henta börnum með ADHD og styðja foreldra við að taka á eða fyrirbyggja ýmsan vanda sem er algengt að komi upp samhliða ADHD.

Námskeiðið er 6 vikna langt og kennt einu sinni í viku, 90 mínútur í senn. Námskeiðið verður kennt eftir hádegi á miðvikudögum frá kl. 15-16:30.

Næsta námskeið fer af stað miðvikudaginn 8. febrúar 2023. Skráning í afgreiðslu SÓLar með því að senda póst á netfangið afgreidsla@sol.is eða í síma 5321500.

Kostnaður:  Foreldrar 110.000 kr og mega tveir aðilar mæta með hverju barni.