Skip to main content

Nýir gjaldskrárliðir barnalækna og barna- og unglingageðlækna í SÓL

Eftir janúar 3, 2023Fréttir

Þann 4.1.2023 taka gildi nýir gjaldliðir vegna vísitölu- og kostnaðarhækkana. Fast gjald sem innheimt hefur verið undanfarna mánuði er jafnframt fellt niður.

Ekki hefur verið í gildi samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna um heilbrigðisþjónustu sl. 4 ½ ár. Sjúkratryggingar hafa ekki hækkað einingaverð í 3 ár þrátt fyrir verulegar vísitölu- og kostnaðarhækkanir.

Til að mæta þessum hækkunum neyðumst við til að bæta við nýjum gjaldliðum, sem greiðast af þjónustuþegum. Jafnframt bætast við gjaldliðir vegna vottorða og bókaðra tíma sem ekki er mætt í eða afbókaðir með eðlilegum fyrirvara.

Að neðan eru nýju gjaldliðirnir, sem bætast við gjaldskrárliði í gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir þjónustu sérgreinalækna sem ekki hefur verið samið um.

Við vekjum ennfremur athygli á að foreldrar/forráðamenn þurfa sjálfir að gæta þess að tilvísun frá heilsugæslu sé í gildi.

Barna- og unglingageðlæknar  
Gjaldliður Kr.
Stutt viðtal 1.980
Langt viðtal 5.148
Foreldraviðtal 6.435
Greiningarviðtal 6.930
Rafræn samskipti 1.188
Fjarviðtal 2.475
Fjarlækning 5.148
Fullorðinn stutt 1.980
Fullorðinn langt 3.960
Fjölskyldumeðferð 5.940
   
Barnalæknar  
Gjaldliður Kr.
Viðtal og skoðun (Vs)        1.980
Vs + sérhæft mat        5.148
Vs + nákvæm taugaskoðun        5.148
Langt viðtal        5.148
Ráðgjafarviðtal        6.435
   
Nýir gjaldliðir Kr.
Lyfjaskírteini 2.690
Vottorð stutt 5.380
Vottorð langt 8.070
Umönnunarvottorð 8.070
Ónýttur tími (fyrsta viðtal) 8.000
Ónýttur tími (síðara viðtal) 4.000