Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Vinsamlegast athugið

Eftir Fréttir
Við biðjum okkar skjólstæðinga vinsamlegast að mæta ekki til okkar ef þeir eru með covid-leg einkenni eða önnur veikindi. Hægt er að hafa samband við afgreiðslu í síma 532-1500 eða senda tölvupóst á netfangið afgreiðsla@sol.is til að boða forföll og óska eftir nýjum tíma.
 
Sýnum tillitssemi á biðstofu, grímur eru til staðar fyrir þá sem þess óska.

Opnunartími yfir jól og áramót

Eftir Fréttir

Sólarfólk óskar skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á nýju ári. Vekjum athygli á skertum opnunartíma yfir hátíðirnar og að lokað verður fyrir símsvörun frá 23. desember. Opnum aftur mánudaginn 3. janúar 2022. 🎅🎄 Gleðilega hátíð!

Breyting á gjaldskrá sálfræðiþjónustu

Eftir Fréttir

Breyting á gjaldskrá sálfræðiþjónustu

Þann 1. apríl næstkomandi mun gjaldskrá sálfræðinga SÓLar breytast. Viðtal sem er 45 mínútur mun kosta 20.000 kr.

Einnig mun kostnaður við greiningarvinnu breytast og er hægt að kynna sér allar breytingar á verðskrá okkar hér á síðunni.

Þessar hækkanir eru vegna aukins launa- og rekstrarkostnaðar.

Þjónustubeiðni fyrir ADHD greiningar 18 ára og eldri frá 1. febrúar 2021

Eftir Fréttir

Þjónustubeiðni fyrir ADHD greiningar 18 ára og eldri frá 1. febrúar 2021

Kæru skjólstæðingar. Breytingar eru á þjónustubeiðnum sem snúa að ADHD greiningum 18 ára og eldri. Nú óskum við eftir því að tilvísun komi frá heilsugæslulækni um greiningu á ADHD.

Þetta er gert til að gera þjónustu heildstæðari þannig að heilsugæslulæknir sé inni í málum og geti því auðveldlega tekið við lyfjameðferð ef til þess kemur. Breytingin tekur gildi 1. febrúar 2021.

Ný og endurbætt heimasíða

Eftir Fréttir

Það var kominn tími á nýja og flotta heimasíðu, svo við fengum snillingana frá Allra Átta til að setja upp glæsilega og snjallvæna vefsíðu. Allra Átta hefur smíðað marga flotta vefi og sérhæfa sig í vefsíðugerð, leitarvélabestun, wordpress vefhýsingu og allri almennri markaðssetningu á netinu.

Vefurinn keyrir á WordPress og sér Allra Átta um að hann sé í öruggri hýsingu.

Við þökkum fyrir nýja vefinn og vonum að hann þjóni núverandi og verðandi skátum með glæsibrag.

Vefur Allra Átta er hér: www.8.is