Markmið þjónustu okkar
Markmið okkar hjá SÓL er að bæta þjónustu við börn og ungmenni og fjölskyldur þeirra. Við tryggjum samræmda þjónustu á einum stað og auðveldum þannig aðgengi að sérfræðingum og úrræðum.
Fyrir hverja?
Hjá SÓL veitum við þjónustu börnum og ungmennum að 25 ára aldri með margs konar vanda. Ekki þarf að liggja fyrir greining til þess að fá þjónustu.
Hvernig er sótt um?
Fagaðilar geta í samráði við forráðamenn óskað eftir þjónustu. Einnig geta foreldrar óskað eftir þjónustu án aðkomu fagaðila. Ef barn þarf á þjónustu barnalæknis að halda er óskað eftir tilvísun heimilislæknis. Varðandi greiningar fyrir 18 ára og eldri: Vegna fyrirhugaðs verkfalls lækna og tímabundinna erfiðleika við að fá tíma hjá heimilislæknum þarf ekki að skila inn tilvísun frá lækni. Mikilvægt er að fylla út ástæðu beiðni og gefa stutta lýsingu á einkennum í þjónustubeiðni. Ef eingöngu er sótt um sálfræðimeðferð er tilvísun frá lækni ekki nauðsynleg. Fylla þarf út þjónustubeiðni sem hægt er að nálgast hér fyrir neðan og skal berast undirrituð til SÓLar. Teymi sérfræðinga SÓLar metur allar þjónustubeiðnir sem berast og í kjölfarið er boðað í fyrsta viðtal. Hjá SÓL eru öll mál sem þurfa aðkomu læknis unnin í teymi sálfræðings og læknis. Ekki er hægt að óska eingöngu eftir þjónustu læknis.
Athugið að SÓL tekur ekki lengur á móti beiðnum þar sem frumgreining hefur farið fram og óskað er eftir nánari athugun á einkennum ADHD.
- Hér er hægt að hlaða niður þjónustubeiðni fyrir börn að 18 ára aldri (word skjal)
- Hér er hægt að hlaða niður þjónustubeiðni fyrir eldri en 18 ára (word skjal)
Við viljum vekja athygli á því að fullt gjald er tekið fyrir tíma sálfræðinga sem ekki er afboðaður með 24 klst fyrirvara. Forfallagjald lækna er samkvæmt gjaldskrá þeirra. Send verður krafa í heimabanka. Hægt er að tilkynna um forföll í síma 532-1500 frá kl. 8 til kl. 10 og frá kl. 13 til kl. 15 og einnig með því að senda tölvupóst á netfangið afgreidsla@sol.is