Skip to main content

Þjónustubeiðni

Við svörum öllum fyrirspurnum hratt og vel

Hvernig er sótt um?

Fagaðilar geta í samráði við forráðamenn óskað eftir þjónustu. Einnig geta einstaklingar/ foreldrar/fjölskyldur óskað eftir þjónustu án aðkomu fagaðila. Fylla þarf út þjónustubeiðni sem hægt er að nálgast hér fyrir neðan og skal berast undirrituð til SÓLar. Hægt er að fylla þjónustubeiðni út rafrænt og senda útfyllta á [email protected]. Einnig er bent á að SÓL er með aðgang að Signet transfer og hægt að senda skjöl þar í gegn. Teymi sérfræðinga SÓLar metur allar þjónustubeiðnir sem berast og í kjölfarið er boðað í fyrsta viðtal.

Varðandi greiningar 18 ára og eldri: Vegna fyrirhugaðs verkfalls lækna og tímabundinna erfiðleika við að fá tíma hjá heimilislæknum þarf ekki að skila inn tilvísun frá lækni. Mikilvægt er að fylla út ástæðu beiðni og gefa stutta lýsingu á einkennum í þjónustubeiðni.

Vert er að taka fram að bið eftir fullorðinsgeðlækni vegna staðfestingar á greiningu ADHD og/eða einhverfu er orðin mjög löng.

Í kjölfar greiningar hjá sálfræðingi er bið eftir þjónustu barna- og unglingageðlæknis a.m.k. 9 mánuðir.