Skip to main content

DAM meðferð

Eftir október 27, 2022Fréttir
DAM meðferð hefst 8. nóvember
Fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára og forráðamenn sem glíma við:
• Miklar tilfinningasveiflur
• Reiðivanda, mikinn kvíða, tómleika, depurð, vanlíðan
• Sjálfskaðandi hegðun og aðra skaðlega áhættuhegðun
• Sjálfsvígshugsanir eða lífsleiðahugsanir
• Samskiptavanda innan fjölskyldu, við jafnaldra og í öðrum félagslegum samskiptum
Unglingur og foreldri/foreldrar mæta vikulega í 2 klst. í senn, í alls 20 vikur. Meðferðin skiptist í 4 lotur og í hverjum hóp eru 5-7 fjölskyldur. Í hóptímunum er kennd færni til að ná markmiðum meðferðarinnar. Á milli tíma eiga foreldrar og unglingar að æfa færniþættina til að tileinka sér þá í daglegu lífi.
Nánari upplýsingar hjá afgreidsla@sol.is eða í síma 5321500
Kan være en tegneserie af 1 person og tekst, der siger "Notum DAM faerni"