Vegna mikillar aðsóknar er bið eftir þjónustu Sólar því miður mun lengri en við vildum hafa. Sérstaklega er löng bið eftir þjónustu lækna Sólar. Vakin er athygli á því að ekki er hægt að koma eingöngu til lækna.
Þann 1. febrúar, 2024, hækkar gjaldskrá sálfræðinga og félagsráðgjafa hjá SÓL. Viðtal (45 mínútur) kostar þá 24.500 krónur.
SÓL tekur ekki lengur á móti þjónustubeiðnum þar sem frumgreining hefur farið fram og óskað er eftir nánari athugun á einkennum ADHD.
Vinsamlegast athugið að vegna sumarleyfa starfsmanna verður afgreiðsla Sólar lokuð vikuna 17.-21. júlí og föstudaginn 28. júlí Hægt er að senda tölvupóst á netfangið afgreidsla@sol.is og verður þeim svarað við fyrsta tækifæri
Námskeið fyrir foreldra barna með ADHD
Uppeldisnámskeið fyrir foreldra barna með ADHD á aldrinum fimm til tólf ára. Tilgangur námskeiðsins er að fræða foreldra um áhrif ADHD á líðan og hegðun barna og þær áskoranir sem geta komið upp í uppeldi barna með þessa og tengdar raskanir. Farið verður yfir ýmsar aðferðir sem byggja á atferlismótun sem henta börnum með ADHD og styðja foreldra við að taka á eða fyrirbyggja ýmsan vanda sem er algengt að komi upp samhliða ADHD.
Námskeiðið er 6 vikna langt og kennt einu sinni í viku, 90 mínútur í senn. Námskeiðið verður kennt eftir hádegi á miðvikudögum frá kl. 15-16:30.
Næsta námskeið fer af stað miðvikudaginn 8. febrúar 2023. Skráning í afgreiðslu SÓLar með því að senda póst á netfangið afgreidsla@sol.is eða í síma 5321500.
Kostnaður: Foreldrar 110.000 kr og mega tveir aðilar mæta með hverju barni.
Þann 1. febrúar n.k. hækkar gjaldskrá sálfræðinga og félagsráðgjafa hjá Sól. Viðtal (45 mín) kostar þá kr. 23.000.-
Þann 4.1.2023 taka gildi nýir gjaldliðir vegna vísitölu- og kostnaðarhækkana. Fast gjald sem innheimt hefur verið undanfarna mánuði er jafnframt fellt niður.
Ekki hefur verið í gildi samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna um heilbrigðisþjónustu sl. 4 ½ ár. Sjúkratryggingar hafa ekki hækkað einingaverð í 3 ár þrátt fyrir verulegar vísitölu- og kostnaðarhækkanir.
Til að mæta þessum hækkunum neyðumst við til að bæta við nýjum gjaldliðum, sem greiðast af þjónustuþegum. Jafnframt bætast við gjaldliðir vegna vottorða og bókaðra tíma sem ekki er mætt í eða afbókaðir með eðlilegum fyrirvara.
Að neðan eru nýju gjaldliðirnir, sem bætast við gjaldskrárliði í gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir þjónustu sérgreinalækna sem ekki hefur verið samið um.
Við vekjum ennfremur athygli á að foreldrar/forráðamenn þurfa sjálfir að gæta þess að tilvísun frá heilsugæslu sé í gildi.
Barna- og unglingageðlæknar | |
Gjaldliður | Kr. |
Stutt viðtal | 1.980 |
Langt viðtal | 5.148 |
Foreldraviðtal | 6.435 |
Greiningarviðtal | 6.930 |
Rafræn samskipti | 1.188 |
Fjarviðtal | 2.475 |
Fjarlækning | 5.148 |
Fullorðinn stutt | 1.980 |
Fullorðinn langt | 3.960 |
Fjölskyldumeðferð | 5.940 |
Barnalæknar | |
Gjaldliður | Kr. |
Viðtal og skoðun (Vs) | 1.980 |
Vs + sérhæft mat | 5.148 |
Vs + nákvæm taugaskoðun | 5.148 |
Langt viðtal | 5.148 |
Ráðgjafarviðtal | 6.435 |
Nýir gjaldliðir | Kr. |
Lyfjaskírteini | 2.690 |
Vottorð stutt | 5.380 |
Vottorð langt | 8.070 |
Umönnunarvottorð | 8.070 |
Ónýttur tími (fyrsta viðtal) | 8.000 |
Ónýttur tími (síðara viðtal) | 4.000 |
Sólarfólk óskar skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á nýju ári. ?? Gleðilega hátíð!
Vekjum athygli á skertum opnunartíma yfir jól og áramót en opið verður í Sól dagana 27. og 28. desember en lokað á Þorláksmessu, 23. desember og dagana 29. og 30. desember.